Curriculum vitae

Gunnar Þór Jónsson, vélvirki, bifvélavirki og tækjastjóri, Stóra-Núpi II, Gnúpverjahreppi.

Starfsferill:
Gunnar fæddist við Skeiðfossvirkjun í Fljótum 12.02.1947 en flutti með foreldrum sínum til Akraness 1955.
Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1969, öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1975, lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 1981 og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1986, stundaði söngnám við Tónlistarskóla Árnesinga 1986-2000 og lauk þar 8. stigs prófi.
Gunnar Þór hefur verið búsettur á Stóra-Núpi frá 1968.
Hann hefur verið vélvirki, bifvélavirki og tækjastjóri við virkjanaframkvæmdir við Búrfell, Vatnsfell, Þórisós, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Sogsvirkjanir. Hann tók þátt í stofnun og stjórnaði rekstri vélaverkstæðis við Árnes í Gnúpverjahreppi og hefur undanfarið starfað sem verkstjóri og eftirlitsmaður við aflaukningu Búrfellsvirkjunar og við endurnýjun vélar #3 við Írafossvirkjun.

Tölvukunnátta: Word – Exel – Publisher – PageMaker – Free hand – Photoshop – FrontPage – Finale- AutoCad - Dreamweaver UltraDev - Access - Flash - Fireworks.
Útgáfa: Ritstjórn og umbrot á Fréttabréfi Ungmennafélags Gnúpverja frá 1991,
Umbrot og umsjón með Benjamín fréttabréfi Nemendasambands Menntaskólans að Laugarvatni.
Hönnun og umsjón með heimasíðum:

NEMEL

Ferðamiðstöðin í Árnesi

Gnúpverjahreppur

Perluvinir sönghópur

Ferðaklúbburinn 4x4

 

Gunnar hefur starfað með ungmennafélagi Gnúpverja, m.a. verið formaður þess, ritari og tekið þátt í leikstarfssemi þess.
Hann var varaformaður í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins og situr í stjórn slysavarnafélags Gnúpverja og í fleiri félögum.
Hann sat um árabil í stjórn Félagsheimilins Árness.
Einnig hefur hann átt sæti í Ferða og atvinnumálanefnd Gnúpverja.
Hann situr nú í stjórn Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal.
Gunnar var einn af stofnendum Lúðrasveitar Akraness og lék með henni um árabil. Hann hefur sungið með Árneskórnum og gengdi formennsku í honum um tíma, Samkór Selfoss, Skálholtskórnum, kór Stóranúpskirkju, Óperukórnum og kór Óperusmiðjunnar.

Fjölskylda.
Gunnar Þór kvæntist 16.8. 1969 Ingunni Sveinsdóttur, f. 21.6. 1949, húsfreyju. Hún er dóttir Sveins Ágústssonar og Sigríðar Finnbogadóttur.

Börn Gunnars Þórs og Ingunnar eru:
Sigríður Gunnarsdóttir, f. 23.11. 1969, doktor í hjúkrunarfræði frá University of Wisconsin-Madison School of Nursing USA 2004, en eiginmaður hennar er
Magnús Haraldsson geðlæknir;
Barn þeirra
Valdís Inga Magnúsdóttir f.12.04.2004

Hildur Gróa Gunnarsdóttir, f. 20.7. 1972, BA í íslensku, próf í uppeldis og kennslufræði og hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ, hún starfar á skrifstofu Alþingis
eiginmaður hennar er
Skarphéðinn Pétursson, lögfræðingur hjá LOGOS;
börn þeirra,
Auður Skarphéðinsdóttir f. 23.02. 2000 og
Vigdís Skarphéðinsdóttir f. 07.09. 2001

Sveinn Þór Gunnarsson, f. 2.3. 1977. verslunarmaður

Sonur Gunnars Þórs frá því áður og Guðlaugar Sigrúnar Sigurjónsdóttur, f. 9.2. 1951,
er Rúnar Þór Gunnarsson stýrimaður, f. 15.2. 1968, var kvæntur Dóru Björk Scott en þau skildu og eru börn þeirra:
Fjalar Þór Rúnarsson, f. 12.9. 1991 og
Ína Sigrún Rúnarsdóttir, f. 3.5. 1993.

Systkini Gunnars eru:
Svana Jónsdóttir, f. 18.8. 1939, bankastarfsmaður;
Halldór Friðgeir Jónsson, f. 29.6. 1941, vélvirki;
Margrét Jónsdóttir, f. 22.5. 1944, kennari;
Þórelfur Jónsdóttir, f. 4.6. 1945, leikskólakennari;
Lovísa Jónsdóttir, f. 4.1. 1949, skrifstofumaður;
Ólöf Jónsdóttir, skrifstofumaður f. 9.4. 1950;
Einar Jónsson, f. 7.8. 1951, bókari;
Svanborg Rannveig Jónsdóttir, f. 7.2. 1953, kennari;
Svanfríður Jónsdóttir, f. 28.5. 1955, hjúkrunarfræðingur.

Foreldrar Gunnars Þórs:
Jón Einarsson, f. 6.1. 1917, vélstjóri, og kona hans,
Anna Halldórsdóttir, f. 18.8. 1913, d. 24.11. 1978, húsmóðir.

 

Perluvinir - Gunnar Þór - Kristjana - Jóhanna - Sigurður - Þorbjörg - Diskurinn -